Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um sameiginlegt húsrými og lóð. Íbúum ber ætíð að hafa í huga að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og óþægindum.
Frá kl. 23:00 til 07:00 má enga háreysti hafa er raskað gæti svefnfrið manna í öðrum íbúðum.
- Um sameiginlegt rými gilda eftirtalin ákvæði:
- Útidyr skulu jafnan vera læstar, svo og allar hurðir að sameiginlegu rými.
- Forðast skal alla háreysti í stigahúsi og börn skulu ekki hafa sameiginlegt rými að leikvangi.
- Skófatnað eða aðra muni má ekki geyma í sameign.
- Reiðhjól, barnakerrur og vagna skal geyma í sérstakri geymslu.
- Bannað er að geyma vélhjól í sameiginlegu rými.
- Bílastæði á lóð eru eingöngu ætluð fyrir nothæfa bíla og eru númerslausir bílar, kerrur, tjaldvagnar og hjól- eða fellihýsi fjarlægð af bílastæðum án viðvörunar. Leyfi er fyrir eini bifreið hjá hverjum leigutaka á sameiginlegum bílastæðum.
- Bílastæði í bílageymslum skulu aðeins geymd skráð farartæki. Ganga skal snyrtilega um bílageymslu. Óheimilt er að nota bílageymslu undir annað en skráð ökutæki. Stranglega bannað er að geyma dekk eða aðra hluti í bílageymslu. Viðgerðir á bílum eru þar óheimilar.
- Ekki má skilja neitt eftir fyrir utan útihurðir eða á gangbrautum við húsið sem truflar eðlilega umferð.
- Ekki má hengja þvott á svalir ofan svalahandriðs.
- Óheimilt er að geyma á svölum hússins nokkuð sem valdið getur óþægindum eða spillt getur útliti.
- Bannað er að hreinsa á svölum gólfteppi eða dregla.
- Dýrahald er bannað í leiguíbúðum BRYNJU - Leigufélags. Bannið nær einnig til heimsókna dýra.
- Bannað er að aðhafast nokkuð eða hafa til geymslu eitthvað sem óþrifnaður eða óþefur er af.
- Sorp skal sett í umbúðir og vandlega lokað fyrir svo ekkert losni úr þeim á leið niður sorprásina.
- Íbúar skipta með sér að jöfnu afnotum af sameiginlegu þvottahúsi þar sem það á við samkvæmt reglum sem um það hafa verið settar.
- Leigjendur eru ábyrgir fyrir sameiginlegum skyldum sínum við þrif á sameign þar sem það á við.
- Reykingar eru bannaðar í sameign hússins.
- Brot á reglum þessum geta valdið riftun á húsaleigusamningi.