Skipulagsskrá

The control has thrown an exception.

Skipulagsskrá

Skipulagsskrá

Skipulagsskrá fyrir sjóð til minningar um Odd Ólafsson


1.grein
Sjóðurinn ber nafnið: Sjóður Odds Ólafssonar. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein
Stofnaðilar sjóðsins eru: Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ), Brynja Hússjóður Öryrkjabandalagsins og Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS).

3. grein
Stofnfé sjóðsins er kr. 15.000.000.-. Hver stofnaðili leggur sjóðnum til kr. 5.000.000.- auk verðbóta í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu frá stofndegi til greiðsludags. Stofnféð greiðist þannig , að hver stofnaðili greiðir á stofndegi sjóðsins kr. 1.000.000.-, og síðan eina milljón árlega, auk verðbóta á þá greiðslu, uns stofnframlagið er að fullu greitt. Gjafir og önnur framlög í sjóðinn skulu leggjast við höfuðstólinn.

4. grein
  1. Tilgangur sjóðsins er að styrkja:
  2. Rannsóknir á fötlun og fræðslu um hana.
  3. Forvarnir í þágu fatlaðra og endurhæfingu þeirra.
  4. Rannsóknarverkefni á sviði öndunarfærasjúkdóma og fræðslu um þá.
  5. Forvarnir og endurhæfingu vegna öndunarfærasjúkdóma.
  6. Fatlaða til framhaldsnáms og rannsóknarstarfa
5. grein
Stofnaðilar tilnefna hver um sig einn mann í stjórn og einn til vara til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.
Stjórnin fer með málefni sjóðsins og tekur ákvörðun um úthlutun úr honum. Hún auglýsir í fjölmiðlum eftir umsóknum, sem skulu studdar ítarlegri greinargerð um framkvæmd og markmið þess verkefnis sem um er að ræða.
Stjórnin skal halda gerðabók um alla starfsemi sjóðsins.

6. grein
Úthluta skal árlega úr sjóðnum. Fyrsta úthlutun fer þó fram 1994, og er þá heimilt að úthluta öllum eignfærðum vöxtum. Stjórn sjóðsins er heimilt að fella niður úthlutun, að hluta eða öllu leyti, enda sé ástæða þess rökstudd í gerðabók sjóðsins.

7. grein
Höfðustóll sjóðsins er framlög stofnaðila og aðrar tekjur samkv. 3. gr. Stjórninni er ávallt skylt að ávaxta fjármuni hans með hagkvæmasta hætti.
Til úthlutunar styrkja má eingöngu verja vaxtatekjum sjóðsins. Höfuðstóllinn skal ávallt standa óskertur.
Falli úthlutun úr sjóðnum niður eitt ár, að hluta eða öllu leyti, er stjórninni heimilt að ráðstafa niðurfelldri úthlutunarupphæð til úthlutunar næsta ár, að öðrum kosti leggst hún við höfuðstólinn.

8. grein
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Stofnaðilar tilnefna hver um sig einn endurskoðanda fyrir sjóðinn til tveggja ára. Þeir skulu yfirfara og árita reikninga sjóðsins ásamt stjórnendum og löggiltum endurskoðanda.

9. grein
Að tillögu stjórnar sjóðsins má aðeins breyta skipulagsskrá þessari ef allir stofnaðilar samþykkja það. Verði sjóðurinn lagður niður skulu eignir hans renna til stofnaðila í hlutfalli við greidd stofnframlög.

10. grein
Leita skal staðfestingar dómsmálaráðuneytisins á skipulagsskrá þessari.

Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988