Algengar spurningar

The control has thrown an exception.

Algengar spurningar

Algengar spurningar

Hvar sæki ég um ?    

Sótt er um húsnæði hjá BRYNJU Leigufélagi, Hátúni 10c.
Viðkomandi pantar viðtal í síma 5707800 alla virka daga milli kl. 9.00-12:00 og 13-15.00

Einnig er hægt að panta tíma með því að senda á netfangið unnur@brynjahus.is

Hvaða þjónusta er í boði hjá ykkur ?

BRYNJA Leigufélag er leigusali.

Þjónusta kemur frá öðrum aðilum s.s sveitarfélagi eða öðrum aðilum eftir þörfum fólks.

Hvernig fær maður húsnæðisbætur ?    

Fólk fær húsaleigusamning hjá BRYNJU Leigufélagi sem það lætur þinglýsa og getur síðan sótt um að fá greiddar húsnæðisbætur ef það hefur rétt á þeim hjá HMS - husbot.is

Sjá einnig : husbot.is

 

Hvað kostar að leigja ?

Það fer eftir stærð og gæðum íbúðar.

Leiguverð 1.1. 2020.

  • Einstaklingsíbúðir - leiguverð frá 76.000 - 95.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða frá 32 m² - 45 m².
  • 2ja herbergja íbúðir - leiguverð frá 94.000 - 145.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða frá 42 m² - 115 m² og með eða án stæðis í bílageymslu.
  • 3ja herbergja íbúðir - leiguverð frá 120.000 - 169.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða frá 70 m² - 120 m² og með eða án stæðis í bílageymslu.
  • 4ra herbergja íbúðir - leiguverð frá 155.000 - 184.000 kr. á mánuði. Stærðir íbúða frá 85 m² - 135 m² og með eða án stæðis í bílageymslu.

Öll ofangreind leiguverð eru án greiðslu í hússjóð. Húsnæðisbætur og sérstakar húsnæðisbætur koma síðan til frádráttar á ofangreindum leiguverðum.

Hvað er löng bið eftir íbúð ?

Algeng bið eftir húsnæði er u.þ.b.  48-60  mánuðir en umsóknir eru metnar eftir aðstæðum hverju sinni.

Hvað eru íbúðirnar stórar t.d. fyrir einstakling / fjölskyldu?

Einstaklingsíbúðir eru flestar stúdio íbúðir  eða 2ja herbergja en fyrir stærri fjölskyldur eru íbúðir 3-4 herbergja eftir atvikum

Hvar eruð þið með húsnæði?

Húsnæði er mest á Stór-Reykjavíkursvæðinu en einnig víðsvegar um landið.

Hverjir geta sótt um ?

Það eru þeir sem eru metnir hjá Tryggingastofnun með 75% örorku eða meira.
Á aldrinum 18 – 67 ára.  Umsókn er gild ef sótt er um fyrir 67 ára aldurs.