Stefna

The control has thrown an exception.

Stefna

Stefna

 Stefna BRYNJU Hússjóðs ÖBÍ

Í stefnu BRYNJU Hússjóðs ÖBÍ eru þeir þættir skilgreindir sem gegna eiga lykilhlutverki í starfseminni. Þar er fjallað um hlutverk BRYNJU Hússjóðs, áherslur, framtíðarsýn, gildi og markmið. Í stefnunni, sem er leiðbeinandi, er á einfaldan hátt lýst þeirri meginstefnu sem stjórnendur og starfsmenn leitast við að vinna eftir. 

Hlutverk

 • Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og opinn öllum öryrkjum.
 • Hann skal eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði um land allt.

 

Framtíðarsýn

 • BRYNJA Hússjóður leitast við að vera fyrirmynd í rekstri á félagslegu húsnæði fyrir öryrkja.
 • BRYNJA Hússjóður er virkur í umræðu, ákvarðanatöku og stefnumótun er lýtur að félagslegu leiguhúsnæði.
 • Ávallt skal gæta hags leigutaka og útfæra lausnir sem stuðla að velferð hans.
 • Í rekstrinum skal beita faglegum vinnubrögðum og tækni í þeim tilgangi að halda leiguverði í lágmarki án þess að það bitni á þjónustu            

 

Markmið

Fjármál

 • Reksturinn skal vera sjálfbær og skal m.a. tekið mið af því við ákvörðun leiguverðs.
 • Eiginfjárhlutfall verði ekki lægra en 60% á hverjum tíma og skal því markmiði vera náð í árslok 2014.

Íbúðir

 • Íbúðafjöldi í Hátúni 10, 10a og 10b verði að hámarki 185 í árslok 2017.
 • Hlutfall minni einstaklingsíbúða (stúdíóíbúða) verði undir 15% í árslok 2017.    

Áherslur

 • Leigjendur.
  •     Ánægðari leigendur
  •     Búsetuöryggi.
 • Leiguhúsnæði
  •     Aðgengilegt húsnæði.
  •     Fjölbreytt húsnæði -  stærðir - gerðir.
  •     Staðsetningar við hæfi.
  •     Auðleigjanlegt húsnæði.

Starfsmenn

 • Faglegar ráðningar.
 • Samkeppnishæf laun.
 • Öflug fræðsla og starfsþróun.
 • Starfsaðstaða til fyrirmyndar.
 • Frumkvæði starfsmanna fái að njóta sín og hæfileikar nýtist.
 • Öguð vinnubrögð.

   

Jaðarstarfsemi

 • Langtímaleigusamningar við ríki og sveitarfélög.
 • Húsnæði fyrir vinnustaði öryrkja.