Jafnréttis- og fjölskyldustefna

The control has thrown an exception.

Jafnréttis- og fjölskyldustefna

Jafnréttis- og fjölskyldustefna

Starfsmenn BRYNJU Hússjóðs skulu njóta jafnréttis óháð fötlun, kyni, uppruna, trú, aldri eða stöðu að öðru leyti. Hver starfsmaður skal metinn og virtur að verðleikum á eigin forsendum.

Eftirfarandi atriði eru höfð að leiðarljósi:

Markmið

Markmið jafnréttisstefnu er að stuðla að jafnri stöðu einstaklinga og jöfnum tækifærum óháð fötlun, kynferði, uppruna, trú, aldri eða stöðu að öðru leyti. Á þetta við um rétt til starfa, kjara, aðstöðu og sí- og endurmenntunar.


Kjaramál

Við ákvörðun kjara skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Gildir þetta um hvers konar starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár sbr. 1. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Auglýsingar

Í auglýsingum skulu störf ávallt ókyngreind og þess gætt í öllu kynningarefni BRYNJU Hússjóðs að blygðunarkennd fólks sé hvergi særð eða því misboðið á nokkurn hátt.

Samræming vinnu og einkalífs

Leitast er við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur og skyldur gagnvart sínum nánustu. Er það gert með sveigjanlegum vinnutíma og ýmis konar vinnuhagræðingu, svo koma megi til móts við starfsmenn og fjölskyldur þeirra.


Starfsþjálfun og endurmenntun

Konur og karlar skulu njóta sömu tækifæra til sí- og endurmenntunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni starfsmanna.


Áreitni og einelti

Hvers kyns áreitni og einelti er ekki liðið hjá BRYNJU Hússjóði. Starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti ekki áreitni eða einelti af neinu tagi. Mál sem varða áreitni og/eða einelti ber að tilkynna framkvæmdastjóra.