Umsókn um húsnæði
LOKAÐ FYRIR NÝJAR UMSÓKNIR
Vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna hjá BRYNJU Leigufélagi
er því miður ekki unnt að taka við nýjum umsóknum.
Umsækjandi hjá BRYNJU - Leigufélagi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Að vera 75% öryrki.
- Að vera á aldrinum 18 til 67 ára.
- Að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.
- Má ekki eiga fasteign.
Í dag er bið eftir húsnæði 60-75 mánuðir.
Til að sækja um húsnæði hjá BRYNJU - Hússjóði vinsamlegast pantið tíma hjá starfsmanni þjónustu í síma 570-7800 eða sendið tölvupóst á unnur@brynjahus.is