Húsnæðisbætur

The control has thrown an exception.

Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur

Leigjendur BRYNJU Hússjóðs eiga rétt á hússnæðisbótum. Húsnæðisbætur eru tengdar tekjum, eignum ásamt fjölskyldustærð og eru skattfrjálsar.

Leigutaki sækir um þær hjá Íbúðalánasjóði - husbot.is. Með umsókn þarf að fylgja þinglýst eintak af leigusamningi.

Húsnæðisbætur eru greiddar eftir á og koma til greiðslu frá og með þeim mánuði sem réttur til bóta hefur verið staðreyndur. Íbúðalánasjóður greiðir bætur mánaðarlega fyrir síðastliðinn mánuð, eigi síðar en 1. dag hvers mánaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur á hverju ári.

Á heimasíðu Íbúðalánasjóðs - husbot.is eru ítarlegar upplýsingar um húsnæðisbætur og reiknivél.