Um leigu

The control has thrown an exception.

Um leigu

Um leigu

Það helsta:

  • Allir öryrkjar geta sótt um lausar leiguíbúðir.
  • Leigan er greidd fyrirfram og innheimt með kröfu í heimabanka eða greiðsluþjónustu.
  • Gjalddagi og eindagi leigu er fyrsti virkur dagur mánaðarins.
  • Við leigu bætist hússjóður.
  • Fyrsti samningur er til 6 mánaða og síðan er gerður ótímabundinn húsaleigusamningur ef leigjandi hefur ekki brotið húsreglur og er skuldlaus við sjóðinn.
  • Gæludýrahald er bannað í leiguíbúðum sjóðsins.

 

Nánari upplýsingar og yfirlit yfir helstu atriði leigusamnings:
Leigusali skorar á væntanlegan leigutaka að lesa leigusamning vel. Eftirfarandi eru helstu atriði hans sem reynslan sýnir að mikilvægt er að leigutaki þekki. Athugið þetta er ekki tæmandi listi.

Samningstími og uppsögn:
Leigusamningur er fyrst tímabundinn í 6 mánuði.  Ótímabundinn samningur er með uppsagnarfrest skv. húsaleigulögum. Við uppsögn getur leigutaki óskað eftir því að losna fyrr.

Leiguverð:
Leiguverð er án hússjóðs og breytist mánaðarlega samkvæmt vísitölu neysluverðs.  Ekki eru sendir greiðsluseðlar nem þess er óskað sérstaklega. Leiga er fyrirframgreidd með gjalddaga og eindagi 1. virkan dag hvers mánaðar. Dráttarvextir eru reiknaðir ef greitt er eftir eindaga

Gæludýrahald er bannað í leiguíbúðum sjóðsins.

Afhending, úttektir og athugasemdafrestur:

Íbúð afhendist í góðu lagi, gólf bónuð, veggir, loft og gluggar nýmálaðir eða í lagi.
Endurmálun íbúðar á leigutíma er á kostnað leigutaka (sbr. 22. gr. húsaleigulaga).
Sumum íbúðum fylgja heimilistæki á borði við ísskáp, þvottavél, þurrkara, uppþvottavél og örbylgjuofn. Ef þessi tæki bila þá getur leigutaki valið hvort hann skilar tækinu eða kostar viðgerð sjálfur.
Leigusali ber samt sem áður ábyrgð á viðhaldi ofns, helluborðs og gufugleypis.
Leigutaki ber ábyrgði á sturtubarka, handsturtu og klósettsetu.
Skemmdir sem verða á innréttingum og gólfefnum greiðir leigutaki fyrir ef ekki er um að ræða eðlilegt slit (t.d brotnar hurðir, brotnir tenglar eða rifinn gólfdúk).
Gæta skal að því að húsgögn skemmi ekki gólfefni. Ekki fer fram úttekt við afhendingu.

Leigjandi hefur frest í 30 daga til að gera athugasemdir við íbúðina um atriði sem hann telur að séu ekki í lagi eða mættu vera betri. Best er að gera allar slíkar athugasemdir skriflega og fá staðfesta móttöku þeirra. Nauðsynlegt getur verið að fylgja þeim eftir ef sjóðurinn bregst ekki við.

Skil:
Við lok leigutímans skal skila íbúðinni í eins ástandi, þ.e. þrifni og gólfum bónuðum.